Döðlukonfekt Guðrúnar Mark
Hráefni:
- 360 gr döðlur frá Hagveri
- 240 gr smjör
- 120 gr púðursykur
- 3 bollar Rice crispies
- 150-200 g suðusúkkulaði
Aðferð:
- Saxaðið döðlurnar, setjið þær í pott ásamt smjöri og púðursykri. Bræðið saman og hrærið með sleif.
- Bætið Rice crispies út í pottinn og hrærið saman.
- Setjið hræruna í álform ca. 30x30 cm, þjappað niður og látið kólna.
- Bræðið súðusúkkulaðið í örbylgjuofni eða í vatnsbaði og smyrjið yfir döðluhræruna í álmótinu.
- Setjið í ísskáp og látið storkna.
- Skorið í litla teninga, 2,5 cm x 2,5 cm.
- Gott er að taka konfektið úr ísskápnum nokkru fyrir en á að borða svo súkkulaðið jafni sig aðeins.
Til baka