Döðlubrauð

Hráefni:

  • 2½ dl döðlur
  • 2½ dl vatn
  • 1 msk smjör
  • 3 ¼ dl hveiti
  • 2 dl púðursykur
  • 1 tsk matarsódi
  • 2 egg

Aðferð:

  1. Stillið ofn á 180°C.
  2. Hitið vatn að suðu og bætið út í smjöri og gróf söxuðum döðlum. Látið bíða litla stund.
  3. Hellið blöndunni í hrærivélarskálina og hrærið þangað til dölurnar eru komnar í mauk.
  4. Blandið eggjum, hveiti, púðursykri og matarsóda saman við. Hrærið þar til deigið er samfellt.
  5. Látið í vel smurt aflangt mót, eða tvö minni mót.
  6. Bakið í miðjum ofni við 180°C í u.þ.b. 35- 40 mín.