Danskt kalt kartöflusalat (Norðurlandaverkefni 6.bekkja)
Hráefni:
- 100 g mæjones
- 2 dl sýrður rjómi
- 1 msk söxuð steinselja
- 1 msk klipptur graslaukur
- 1 lítill matlaukur
- ¼ tsk karrý
- salt, pipar
- 2 tsk sítónusafi
- ½ kg kartöflur
- 1 stk grænt epli
Aðferð:
- Sjóðið kartöflurnar og hýðið þær. Kælið.
- Setjið mæjonesið, sýrða rjómann, laukinn og kryddjurtirnar í matvinnsluvél og maukið.
- Kryddið maukið eftir bragði með salti, pipar og sítrónusafa.
- Skerið kartöflurnar í sneiðar eða teninga, ásamt eplinu.
- Blandið öllu varlega saman.
Berið fram vel kælt