Verðlauna Chilisulta Ásu á Hrísbrú

Hráefni:

  • ½ kg paprika, rauðar og gular
  • 5 ferskir chili pipar
  • 2 gulrauð epli
  • ½ kg sykur eða hrásykur
  • 2 tsk sultuhleypir

Aðferð:

  1. Hreinsið og saxið allt hráefnið og setjið í pott.
  2. Soðið í mauk. það tekur u.þ.b. 30-40 mín, hrærið í annað slagið.
  3. Sigtið í gegnum venjulegt vírsigti.
  4. Hellið aftur í pottinn og látið suðuna koma aftur upp.
  5. Hrærið sultuhleypinum út í.
  6. Hellið í sótthreinsaðar krukkur.