Chilifiskur í ofni (úr Gott og gagnlegt 2)

Hráefni:

  • 350 g fiskflök
  • ½ msk hveiti
  • ½ tsk salt
  • l dl matreiðslurjómi
  • ¼ dl chilisósa
  • 1 dl rifinn ostur

Aðferð:

  1. Stillið bakarofninn á 225 °C.
  2. Smyrjið eldfast mót með örlítilli matarolíu.
  3. Stráið hveitinu innan í mótið.
  4. Skerið fiskinn í frekar smáa bita og setjið í mótið, með roðhliðina niður.
  5. Stráið saltinu yfir fiskinn.
  6. Blandið saman í skál chilisósu og rjóma, hellið yfir fiskinn.
  7. Stráið rifnum ostinum yfir fiskinn.
  8. Bakið á næst neðstu hillu í ofninum í u.þ.b. 20 mín.
Berið fiskinn fram með soðnum kartöflum og salati.