Chili con carne - mexíkóskur kjötréttur
Hráefni:
- ½ tsk hunang
- 1 tsk paprika
- 1 tsk sellerísalt
- ½ tsk cayannepipar
- 1 tsk kakó
- ½ tsk kóriander
- 1 tsk oregano
- 1½ tsk kúmenduft
- 2 tsk chiliduft
- 3 stk hvítlauksrif
- ½ tsk grófkornað sinnep
- 1 msk vatn (gin)
- 500 g nautahakk
- 1 dós tómatar
- 1 stk stór laukur
- 2 stk paprika
- 1 dós tómatkraftur (304 g)
- 1 dós nýrnabaunir
- 1 stk chilipipar (má sleppa)
- 3 dl soð (vatn og soð)
- olía til steikingar
Aðferð:
- Blandið öllu kryddinu saman ásamt vatninu (gininu).
Látið bíða a.m.k. 6 klst áður en það á að elda.Það er hægt að eiga þetta mauk tilbúið í frysti.
- Hitið matarolíuna á pönnu og steikið hakkið.
- Hreinsið laukinn og paprikurnar og skerið niður og steikið með hakkinu.
- Fjarlægið fræin úr chilipiparnum og skerið í þunna strimla, bætið út í ef hann er notaður.
- Bætið út í tómatkrafti, tómötum og nýrnabaunum og soði.
- Látið sjóða í 45 mín.
- Kryddið með helmingnum af kryddmaukinu og látið sjóða áfram um stund og bætið við kryddmauki ef þið viljið hafa réttin sterkari. Látið sjóða áfram um stund.
- Frystið afganginn af kryddmaukinu og notið seinna.
Berið með réttinum sýrðan rjóma, saxaðan hráan lauk, rifinn ost og brauð.
Réttinn má borða af djúpum diski með skeið.