Bruchetta með tómötum
Hráefni:
- 1 stk snittubrauð
- 3 stk hvítlauksgeirar
- 2 msk ólífuolía
- 4 stk tómatar (vel þroskaðir)
- 2-3 stk basilíkublöð (söxuð)
- pipar (nýmalaður)
- salt
Aðferð:
- Ofninn hitaður að 180°C.
- Brauðið skoriðí sneiðar á ská, sneiðunum raðað á bökunarplötu og þær bakaðar í nokkrar mínútur á hvorri hlið, eða þar til þær eru léttristaðar.
- Hvítlaukurinn pressaður og blandað saman við olíuna, sem er síðan dreypt yfir sneiðarnar.
- Tómötum, basílíku, pipar og salti blandað saman og skipt á sneiðarnar.
- Bornar fram eins og þær eru eða brugðið undir grill, jafnvel dreypt yfir mozzarella osti.