Brownies

Hráefni:

  • 100 g smjör
  • 2 dl sykur
  • 6 msk kakó
  • 3 msk brætt smjör
  • 2 stk egg
  • 1¾ dl hveiti
  • ½ dl hnetur (má sleppa)
  • 1tsk vanilludropar

Aðferð:

  1. Hrærið smjör og sykur vel.
  2. Bræðið 3 msk af smjöri í potti og bætið kakóinu út í. Þessari blöndu er bætt saman við smjör/sykur hræruna og hrært vel.
  3. Bætið einu og einu eggi út í og hrærið vel á milli.
  4. Blandið hveiti, hnetum og vanilludropum saman við og hrærið saman með sleif.
  5. Setjið deigið í vel smurt tertumót 23-24 cm í þvermál.
  6. Bakið neðarlega í ofni í 15-20 mín.

Kakan fellur þegar hún kemur úr ofninum og verður mjög þétt.

Best er að geyma hana í kæliskáp. Hægt er að dreyfa svolitlum flórsykri á kökuna þegar hún er borin fram.