Brauðvafningar (úr Gott og gagnlegt 2)
Hráefni:
- 1 ½ dl mjólk
- 1 dl heitt vatn
- 3 tsk þurrger
- 1 msk hunang
- 2 msk matarolía
- ½ dl sesamfræ
- ½ dl hveitiklíð
- ½ tsk salt
- 5–6 dl hveiti
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 200°C
- Blandið saman í skál heitu vatni og mjólk, athugið að vökvinn á að vera ylvolgur.
- Setjið þurrgerið út í vökvann ásamt hunanginu og látið það leysast upp. Bætið matarolíu útí.
- Bætið þurrefnunum út í en munið að geyma 1 dl af hveitinu til að hnoða upp í deigið síðar.
- Látið deigið lyfta sér.
Hrærið deigið og hnoðið, þar til það hættir að festast við borð og hendur.
- Skiptið deiginu í 16 bita og rúllið hvern bita út í 20 sentímetra lengjur sem þið snúið saman í vafning.
- Látið vafningana lyfta sér á plötu, penslið þá með mjólk eða eggjablöndu og stráið sesamfræjum yfir.
- Bakað í miðjum ofni við 200 °C í 10–12 mín.