Brauðstangir með tómatkryddsósu
Hráefni:
- 3½ dl vatn (37-39°C)
- 2¼ tsk þurrger
- 1 tsk sykur
- 2 msk olífuolía
- 1½ tsk salt
- 7-8 dl hveiti
Hvítlauksolía:
- ½ dl matarolía
- 30 g brætt smjör
- 1¼ tsk hvítlaukssalt
- 3 stk hvítlauksrif (marin)
Tómatkryddsósa:
- 1 dós Hunts Tómatpurée (305 g)
- 3 hvítlauksrif (marin)
- 1 tsk sykur
- 1½ tsk óreganó
- 2½ tsk basil (þurrkað)
- ¼ tsk Cayenne pipar
- ¼ tsk salt
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 225°C, gjarnan blástur.
- Látið vatnið í skál, setjið þurrgerið út ásamt sykrinum og látið það leysast upp. Bætið matarolíu og salti út í.
- Bætið hveitinu út í en munið að geyma 1 dl af hveitinu til að hnoða upp í deigið síðar. Látið deigið lyfta sér.
- Hrærið saman hvítlauksolíuna á meðan deigið lyftist.
- Hvolfið deiginu á borð og hnoðið, þar til það hættir að festast við borð og hendur.
- Skiptið deiginu í 16-18 bita og rúllið hvern bita út í fingurþykkar lengjur.
- Raðið þeim á pappírsklædda plötu með góðu bili.
- Penslið lengjurnar með hvítlauksolíunni. Látið lyfta sér á plötunni í 15-20 mín.
- Bakið neðst í ofni í 6 mínútur.
- Snúið þá stöngunum og penslið aftur með hvítlauksolíunni.
- Bakið áfram í 3-5 mínútur eða þar til stangirnar hafa fengið fallegan baksturslit.
Gott að dýfa brauðstöngunum í tómatkryddsósuna. Hún er búin til þannig að öllu sem er í uppskriftinni er hrært saman og látið bíða um stund.
Athugið að ekki á að nota tómatkraft, heldur ákveðna tómatmaukblöndu sem fæst í 305 g dósum frá Hunts.