Fléttubrauð með sólþurrkuðum tómötum
Hráefni:
- 1 dl mjólk
- ¾ dl heitt vatn
- 1 ½ tsk þurrger
- ½ tsk gróft salt
- ½ tsk sykur
- 1 ½ msk sólþurrkaðir tómatar
- 1 msk olía af tómötunum
- 1 tsk oreganó
- 200 –250 g hveiti
Aðferð:
- Blandið saman mjólk og vatni þannig að það sé um 37°C. Stráið gerinu útí.
- Grófsaxið tómatana og bætið þeim útí mjólkurblönduna ásamt olíu, oreganó, sykri og salti.
- Blandið 2/3 af hveitinu útí og hræið vel.
- Látið lyfta sér þar til deigið hefur stækkað um helming.
- Hvolfið á borð og hnoðið. Bætið afgangs hveitinu útí eftir þörfum, þar til deigið sleppir vel hendi.
- Skiptið deiginu í 3 hluta og rúllið í jafna sívalninga, leggið þá hlið við hlið og fléttið.
- Setjið brauðið á plötu og látið lyfta sér í u.þ.b. 15 mín.
- Penslið með volgu vatni og bakið á neðstu rim í ofni við 200-210°C í 15-20 mín.