Brauð fyllt með hvítlauk og osti
Hráefni:
- 3¾ dl volgt vatn
- ½ tsk sykur
- 2½ tsk ger
- 3 msk olía
- 8 dl hveiti
Fylling:
- 80 g smjör eða ólífuolía
- 8 msk rifinn ostur
- 1 tsk hvítlaukssalt
- 4 hvítlauksrif
- 3 msk þurrkuð steinselja
Aðferð:
- Mælið volgt vatnið í skál. Bætið geri, sykri, olíu, og hveitinu útí og hrærið saman með sleif. Geymið svolítið af hveitinu til að hnoða uppí á eftir ef með þarf.Deigið á að vera lint.
- Látið lyfta sér á hlýjum stað í 30 mín.
- Hvolfið á borð og hnoðið deigið og skiptið í tvo hluta.
- Fletjið út í svolítið aflangan, flatan, þykkan ferhyrning (A4) og smyrjið fyllingunni yfir.
- Leggið hliðarnar saman þannig að þær víxlist aðeins og loki fyllinguna inni.
- Passið að endarnir séu vel lokaðir svo fyllingin renni ekki úr í bakstri.
- Leggið brauðin með góðu bili á milli á plötu klædda bökunarpappír.
- Penslið með eggi og stráið rifnum osti eða steinselju ofan á.
- Látið lyfta sér á plötunni í 15-20 mín.
- Bakið í miðjum ofni við 180°C blástur í 20 – 25 mínútur eða þangað til brauðin verða gullinbrún og heyrist tómahljóð þegar þau eru bönkuð.
Fylling:
Bræðið smjörið í skál í örbylgjuofni. Merjið hvítlauksrifin í hvítlaukspressu.
Blandið öllu saman við smjörið og smyrjið á brauðin eins og lýst er að ofan.