Brauð fyllt með hvítlauk og osti

Hráefni:

  • 3¾ dl volgt vatn
  • ½ tsk sykur
  • 2½ tsk ger
  • 3 msk olía
  • 8 dl hveiti

    Fylling:

  • 80 g smjör eða ólífuolía
  • 8 msk rifinn ostur
  • 1 tsk hvítlaukssalt
  • 4 hvítlauksrif
  • 3 msk þurrkuð steinselja

Aðferð:

  1. Mælið volgt vatnið í skál. Bætið geri, sykri, olíu, og hveitinu útí og hrærið saman með sleif. Geymið svolítið af hveitinu til að hnoða uppí á eftir ef með þarf.Deigið á að vera lint.
  2. Látið lyfta sér á hlýjum stað í 30 mín.
  3. Hvolfið á borð og hnoðið deigið og skiptið í tvo hluta.
  4. Fletjið út í svolítið aflangan, flatan, þykkan ferhyrning (A4) og smyrjið fyllingunni yfir.
  5. Leggið hliðarnar saman þannig að þær víxlist aðeins og loki fyllinguna inni.
  6. Passið að endarnir séu vel lokaðir svo fyllingin renni ekki úr í bakstri.
  7. Leggið brauðin með góðu bili á milli á plötu klædda bökunarpappír.
  8. Penslið með eggi og stráið rifnum osti eða steinselju ofan á.
  9. Látið lyfta sér á plötunni í 15-20 mín.
  10. Bakið í miðjum ofni við 180°C blástur í 20 – 25 mínútur eða þangað til brauðin verða gullinbrún og heyrist tómahljóð þegar þau eru bönkuð.

    Fylling:

    Bræðið smjörið í skál í örbylgjuofni. Merjið hvítlauksrifin í hvítlaukspressu.
    Blandið öllu saman við smjörið og smyrjið á brauðin eins og lýst er að ofan.