Blóðmör

Hráefni:

  • 1 l blóð
  • 4 dl vatn
  • 1 msk salt
  • 400 g rúgmjöl
  • 600 g haframjöl
  • 700-800 g mör
  • rúsínur ef vill

Aðferð:

  1. Sigtið blóðið í gegnum fínt sigti.
  2. Blandið köldu vatni út í.
  3. Bætið saltinu út í, ásamt hluta af skornum mörnum.
  4. Blandið mjölinu saman við og því sem eftir er af mörnum.
  5. Hrærið vel í.
  6. Strjúkið vætuna vel af vambakeppunum og setjið þá rúmlega hálfa af hrærunni. Saumið fyrir og jafnið í keppunum og sléttið úr þannig að hvergi séu loftbólur.
  7. Pikkið keppina með stórri nál.
  8. Sjóðið í vel söltuðu vatni við vægan hita í 2½ klst. Passið að hafa rúmt í pottinum, annars er hætta á að keppirnir springi.