Blóðmör
Hráefni:
- 1 l blóð
- 4 dl vatn
- 1 msk salt
- 400 g rúgmjöl
- 600 g haframjöl
- 700-800 g mör
- rúsínur ef vill
Aðferð:
- Sigtið blóðið í gegnum fínt sigti.
- Blandið köldu vatni út í.
- Bætið saltinu út í, ásamt hluta af skornum mörnum.
- Blandið mjölinu saman við og því sem eftir er af mörnum.
- Hrærið vel í.
- Strjúkið vætuna vel af vambakeppunum og setjið þá rúmlega hálfa af hrærunni. Saumið fyrir og jafnið í keppunum og sléttið úr þannig að hvergi séu loftbólur.
- Pikkið keppina með stórri nál.
- Sjóðið í vel söltuðu vatni við vægan hita í 2½ klst. Passið að hafa rúmt í pottinum, annars er hætta á að keppirnir springi.