Barbeque-kjúklingur
Hráefni:
- 1 meðalstór kjúklingur
Sósa:
- 1½ dl barbeque sósa
- ¾ dl Kikkoman sojasósa
- ¾ dl appelsínumarmelaði
- 1 dl púðursykur
- 2 msk smjör
Aðferð:
- Hitið ofn í 180°C
- Skolið kjúkinginn í köldu vatni og þerrið hann vel.
- Setjið hann í eldfast mót og steikið í ofni í u.þ.b. 50 mín.
- Setjið allt sem á að fara í sósuna í pott og hitið að suðu.
- Þegar kjúklingurinn hefur verið í u.þ.b. 50 mín. í ofni hellið þá fitunni úr mótinu og hellið sósunni yfir kjúklinginn. Steikið áfram í 20 mín. og ausið sósunni annað slagið yfir kjúklinginn.
Berið fram með hrísgrjónum, góðu salati og brauði.