Bananabrauð Lóu

Hráefni:

  • 1 egg
  • 1 ½ dl sykur
  • 2 bananar (vel þroskaðir)
  • 4 ½ dl hveiti
  • ½ tsk matarsódi
  • 1 tsk salt

Aðferð:

  1. Stillið ofn á 180°C.
  2. Stappið bananana með gaffli á diski.
  3. Þeytið egg og sykur.
  4. Blandið hveiti, salti, matarsóda og bönunum saman við.
  5. Látið í vel smurt og hveitistráð aflangt mót.
  6. Bakið í miðjum ofni við 180°C í u.þ.b. 45 mín.