Baby Ruth terta
Hráefni:
- 3 stk eggjahvítur
- 2 dl sykur
- 1 tsk lyftiduft
- 100 g salthnetur
- 20 ritzkex
Krem:
- 3 stk eggjarauður
- 75 g flórsykur
- 75 g súkkulaði
- 75 g smjör
Aðferð:
- Stífþeytið eggjahvíturnar með sykrinum.
- Myljið kexkökurnar og hakkið hneturnar, blandið saman við lyftiduftið og hrærið varlega útí hvíturnar.
- Látið í 24 cm pappírsklætt lausbotna mót og bakið við 180-200°C í 25-30 mín.
Passið að kakan dökkni ekki um of. Getur verið gott að setja bökunarpappír ofan á hana hluta úr tímanum.
- Kælið kökuna, gott að láta hana í pastpoka svo hún harðni ekki.
Nú er búið til kremið:
- Bræðið súkkulaðið og smjörið yfir gufu eða við vægan hita í örbylgjuofni.
- Þeytið eggjarauður og sykur þar til það verður ljóst og þykkt.
- Blandið bræddu súkkulaði/smjörblöndunni saman við með sleikju.
- Hellið kreminu yfir kökuna.
Berið fram með þeyttum rjóma ef vill.