Ávaxtasalat með vanillusósu (úr Gott og gagnlegt)
Hráefni:
- 1 epli
- 1 appelsína
- ½ pera
- 1 banani
- ½ kíví
- nokkur vínber
Sósa:
- 1 eggjarauða
- 1 msk sykur
- ½ tsk vanilludropar
- 1¼ dl rjómi
Aðferð:
- Flysjið alla ávextina nema Vínberin. Þvoið þau vel í köldu vatni.
- Brytjið alla ávextina smátt. Takið steinana úr vínberjunum.
- Setjið ávaxtabitana í stóra skál.
Sósa:
- Léttþeytið rjómann, annaðhvort með rafmagnsþeytara eða með því að setja rjómann í hristiglas og hrista í 2–3 mínútur.
- Setjið eggjarauðuna, sykurinn og vanilludropana í skál og hrærið vel.
Blandið rjómanum varlega saman við eggjahræruna.
Borið fram með salatinu.