Ávaxtasalat með eggjum gott með jólasteikinni
Hráefni:
- 2 egg
- 2 msk sykur
- 2 msk sítrónusafi
- 1½ bolli rúsínur
- 1½ bolli gráfíkjur
- 5-6 epli
- Rjómi
Aðferð:
- Egg, sykur, þeytt yfir gufu. Sítrónusafanum bætt út í. Hrærið stöðugt í. Það má alls ekki koma upp suðan, en vera alveg við suðumark. Þegar hræran er orðin dálítið þykk er hún tekin af hitanum og hrært í við og við á meðan hún kólnar.
- Saxið ávextina smátt og látið í glerkrukku. Hellið eggjahrærunni yfir. Látið bíða í ískápnum.
- Þeytið rjómann og blandað saman við ávextina áður en borðið er fram.
Mjög gott með reyktu kjöti, kalkún og steiktu lambalæri.