Ávaxtasalat Erlu sveins

Hráefni:

  • 2 egg
  • 2 msk sykur
  • 2 msk sítrónusafi
  • 2 msk ananassafi
  • 1 msk smjör
  • 2 epli
  • ½ dós blandaðir ávextir (ekki safinn)
  • ¼ dós ananas (ekki safinn)
  • 50 -60 litlar marsmellows
  • 1 peli rjómi

Aðferð:

  1. Egg, sykur, ananassafi, sítrónusafi og smjör hitað að suðu. Hrærið stöðugt í. Það má alls ekki koma upp suðan, en vera alveg við suðumark.
  2. Saxið eplin í skál og blandið út í ananasbitum, blönduðu ávöxtunum og marsmellows. Sósunni hellt yfir og latið standa yfir nótt.
  3. Þeytið rjómann og blandað saman við.
Mjög gott með reyktu kjöti, kalkún og steiktu lambalæri.