Ávaxtabrauð - ættað frá Wisconsin
Hráefni:
- 1 ½ b þurrkaðir ávextir (döðlur, sveskjur, gráfíkjur, aprikósur, rúsínur)
- 1 b sjóðandi vatn
- 1 tsk matarsódi
- 1 stk egg
- 2/3 b sykur
- 2 msk smjör-brætt
- ½ tsk vanilludropar
- 2 b hveiti
- 1 tsk lyftiduft
- ½ tsk salt
- 2/3 b hnetur (saxaðar valhnetur og “pecanhnetur)
Aðferð:
- Saxið ávextina, hellið vatninu yfir, stráið matarsódanum útí og hrærið aðeins í.
- Þeytið egg og sykur, blandið útí bræddu smjöri og vanilludropum.
- Bætið hveiti, lyftidufti, salti, hnetum, ávöxtum og vatni útí og hrærið saman.
- Bakað í vel smurðu formkökumóti við 150°C í u.þ.b. eina klukkustund, eða þar til brauðið losnar aðeins frá börmum mótsins.