Ávaxtabrauð - ættað frá Wisconsin

Hráefni:

  • 1 ½ b þurrkaðir ávextir (döðlur, sveskjur, gráfíkjur, aprikósur, rúsínur)
  • 1 b sjóðandi vatn
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 stk egg
  • 2/3 b sykur
  • 2 msk smjör-brætt
  • ½ tsk vanilludropar
  • 2 b hveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • ½ tsk salt
  • 2/3 b hnetur (saxaðar valhnetur og “pecanhnetur)

Aðferð:

  1. Saxið ávextina, hellið vatninu yfir, stráið matarsódanum útí og hrærið aðeins í.
  2. Þeytið egg og sykur, blandið útí bræddu smjöri og vanilludropum.
  3. Bætið hveiti, lyftidufti, salti, hnetum, ávöxtum og vatni útí og hrærið saman.
  4. Bakað í vel smurðu formkökumóti við 150°C í u.þ.b. eina klukkustund, eða þar til brauðið losnar aðeins frá börmum mótsins.