Áströlsk bomba með heitri sósu
Hráefni:
- 235 g döðlur
- 1 tsk matarsódi
- 120 g mjúkt smjör
- 5 msk sykur
- 2 egg
- 3 dl hveiti
- 1/2 tsk salt
- 1/2 tsk vanilludropar
- 1 1/3 tsk lyftiduft
Sósa:
- 120 g smjör
- 115 g púðursykur
- 1/2 tsk vanilludropar
- 1/4 bolli rjómi
Aðferð:
- Döðlur settar í pott og vatn látið fljóta yfir. Látið suðuna koma upp, slökkvið þá undir og látið standa í 3 mínútur.
- Stráið þá matarsódanum yfir (vatnið freyðir).
- Þeytið smjör og sykur þar til létt og ljóst.
- Bætið síðan við einu eggi í einu og hrærið.
- Setjið síðan öll þurrefnin í skálina og hrærið.
- Síið döðlurnar frá vatninu og bætið við deigið. Setjið síðan 1 dl af döðlusafanum út í deigið, ég set allt vatnið sem er töluvert meira.
- Deigið á að vera á þykkt við vöffludeig.
- Bakið við 180°C í 30-40 mínútur í vel smurðu formkökumóti.
Sósa:
Allt sett í pott og soðið í 3 mínútur.
Hrærið stanslaust á meðan.
Kakan er síðan borin fram með sósunni.
Það er gott að hafa þeyttan rjóma eða ís með kökunni.