Appelsínuformkaka (6. bekkjar jólaboð 2009)
Hráefni:
- 150 g smjör(líki)
- 2 dl sykur
- 2 egg
- ½ dl appelsínusafi
- rifið hýði af 1 appelsínu
- 3 dl hveiti
- 1 tsk lyftiduft
Glassúr:
- 3 dl sigtaður flórsykur
- 2-3 msk msk safi úr appelsínu
- 1 tsk vanilludropar
- rifið hýði af appelsínu
Aðferð:
- Hitaðu ofn að 175°C (165°C ef blástur er notaður.
- Rífðu ysta hýðið af appelsínunni og pressaðu síðan safann úr henni.
- Hrærðu smjör(líki) og sykur mjög vel saman.
- Brjóttu eggin eitt og eitt í einu í glas og hrærðu það saman með gaffli.
- Bættu eggjunum smátt og smátt út í smjör(líkis) hræruna og hrærðu vel á milli.
- Sigtaðu hveiti og lyftiduft út í og bættu hýðinu og safanum saman við.
- Hrærið varlega saman, ef hrært er of mikið er hætt við að kakan verði seig.
- Sett í vel smurt formkökumót.
- Bakið í um það bil 40 mínútur við 165°C frekar neðarlega í ofni.