Allt í einum potti, lambakjöt og grænmeti

Hráefni:

  • 500 g fituhreinsað lambakjöt
  • 1 ½ msk hveiti
  • 3 dl pilsner
  • 2 msk tómatkraftur
  • 180 g kartöflur
  • 200 g rófur
  • 100 g gulrætur
  • 200 g blaðlaukur
  • 100 g sellerístilkar
  • 3 ½ dl kjötsoð
  • 2 tsk ítölsk kryddblanda
  • 1 tsk natríumskert salt
  • 1 tsk nýmalaður pipar
  • 1-2 msk steinselja

Aðferð:

  1. Skerið kjötið í stóra teninga og veltið þeim upp úr hveiti. Raðið í pott. Hellið pilsner yfir ásamt tómatkrafti.
  2. Afhýðið kartöflur og rófur og skerið í stóra teninga, gulrætur, blaðlaukur og sellerístilka í sneiðar.
  3. Bætið út í pottinn og hellið kjötsoði yfir. Kryddið.
  4. Sjóðið við vægan hita þar til kjötið er meyrt, a.m.k. klukkutíma.
  5. Saxið steinselju yfir og berið fram með grófu brauði og salati.
Til baka