Allt í einum potti, lambakjöt og grænmeti
Hráefni:
- 500 g fituhreinsað lambakjöt
- 1 ½ msk hveiti
- 3 dl pilsner
- 2 msk tómatkraftur
- 180 g kartöflur
- 200 g rófur
- 100 g gulrætur
- 200 g blaðlaukur
- 100 g sellerístilkar
- 3 ½ dl kjötsoð
- 2 tsk ítölsk kryddblanda
- 1 tsk natríumskert salt
- 1 tsk nýmalaður pipar
- 1-2 msk steinselja
Aðferð:
- Skerið kjötið í stóra teninga og veltið þeim upp úr hveiti. Raðið í pott. Hellið pilsner yfir ásamt tómatkrafti.
- Afhýðið kartöflur og rófur og skerið í stóra teninga, gulrætur, blaðlaukur og sellerístilka í sneiðar.
- Bætið út í pottinn og hellið kjötsoði yfir. Kryddið.
- Sjóðið við vægan hita þar til kjötið er meyrt, a.m.k. klukkutíma.
- Saxið steinselju yfir og berið fram með grófu brauði og salati.