Álfa og trölla múffur (frá þemadögum 2006)
Hráefni:
- 100 g smjörlíki
- 1 dl sykur
- 1 stk egg
- 3 dl hveiti
- 1½ tsk lyftiduft
- 1 dl súrmjólk eða mjólk
- ½ dl saxað súkkulaði
- 1 tsk vanilludropar
- 1-1½ tsk rauður eða grænn matarlitur (ef vill)
Aðferð:
- Hrærðu lint smjörlíkið og sykur þar til það er létt og ljóst.
- Brjóttu egg í bolla áður en þú setur það í deigið, Hrærðu hálfu eða einu eggi út í deigið í senn. Hrærðu vel.
- Láttu þurrefnin út í hræruna, ásamt mjólk, vanilludropum, súkkulaði og matarlit ef hann er notaður og hrærðu deigið saman. Ekki hræra deigið nema til að fá það samfellt, því annars verða múffurnar þungar og seigar.
- Skiptu deiginu í 12-14 múffumót.
- Bakaðu strax við 175°C í u.þ.b. 10-12 mín.