Afrískur kjúklingur að hætti Höllu Guðmunds

Hráefni:

  • 4-5 kjúklingabringur
  • 2 msk matarolía til steikingar
  • 3 pressaðir hvítlauksgeirar
  • 2 saxaðir laukar
  • 1/2 tsk salt
  • 2-3 tsk Karry Madrass, hot
  • 2 tsk cumminduft
  • 1 tsk paprikuduft
  • 3/4 tsk kanill
  • 4 msk matarolía
  • 2 msk púðursykur

    Sósa:

  • 1 dós niðurs. tómatar (nota vökvann)
  • 6 msk soyasósa
  • 2 tsk edik
  • 1/2 tsk salt
  • 1 tsk pipar
  • 2 dósir jógurt án ávaxta

    Ofan á:

  • 4 msk kókosmjöl
  • 1 banani
  • rauðar og grænar paprikuræmur

Aðferð:

  1. Mýkið hvítlauk og olíu, blandið þurra kryddinu saman við og hitið vel með lauknum, í 1 mín. á góðum hita.
  2. Blandið næst saman við matarolíu og púðursykri.
  3. Látið í skál eða djúpt fat og kælið aðeins.
  4. Skerið kjúklingabringurnar í strimla.
  5. Steikið á pönnu þar til kjötið er orðið hvítt að utan, en ekki gegnsteikt.
  6. Blandið kjötinu saman við kryddblönduna og látið bíða á meðan sósan er búin til.

Sósa:

  1. Blandið öllu saman sem á að fara í sósuna, nema jógutinni.
  2. Bætið kjúklingnum út í og sjóðið í 15 mín.
  3. Látið jógurtina sjóða með síðustu 5 mín.

Ofan á:

  1. Ristið kókosmjölið á þurri pönnu.
  2. Sneiðið bananann og blandið saman við kókosmjölið ásamt paprikuræmunum.
Borið fram í fallegu djúpu fati og látið kókosblönduna yfir réttin rétt fyrir framreiðslu. Soðin hrísgrjón, salat og brauð eiga vel við þennan rétt.