Afmælismúffur (úr Gott og Gagnlegt)

Hráefni:

  • 1 egg
  • 1 dl sykur
  • 50 g brætt smjörlíki eða olía
  • 1 dl mjólk
  • 1 tsk vanilludropar
  • 3 dl hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • 3 msk súkkulaðibitar

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 200 °C jafnan hita eða 180 °C blástur.
  2. Setjið egg og sykur í skál og þeytið vel saman með þeytara.
  3. Bætið bræddu smjörlíki eða olíu út í og hrærið vel saman við.
  4. Bætið mjólk og vanilludropum út í og hrærið vel.
  5. Setjið hveitið og lyftiduftið í skálina ásamt súkkulaðinu og hrærið saman við en ekki of lengi, þá verður deigið seigt.
  6. Skiptið deiginu í 12–14 múffumót og bakið í 12 mínútur.